← Til baka í uppskriftir

Marengs

Uppskrift upprunalega frá Sylvíu Haukdal [archive].

Hráefni

700 g Sykur
350 g Eggjahvítur (við stofuhita)

Aðferð

Byrja á því að dreifa sykrinum jafnt á tvær ofnplötur.

Setja sykurinn í 180 °C heitan ofn í 8-10 mínútur, eða þangað til sykurinn byrjar að bráðna örlítið á hliðunum.

Þegar u.þ.b. 1 mínúta er eftir af sykrinum inni í ofni byrja að þeyta eggjahvíturnar í hrærivél.

Bæta sykrinum við 1-2 msk í einu saman við eggjahvíturnar og halda áfram að þeyta.

Þegar blandan er aðeins byrjuð að kólna er hún tekin, sett í sprautupoka, og útlínan af kökunni gerð. Síðan er fyllt inn í útlínurnar með restinni af marengsinum.

Marengsinn er síðan bakaður við 95 °C í 1 klukkustund og 30 mínútur eða þar til marengsinn er bakaður í gegn. Þetta gæti tekið lengri tíma, eftir því hversu þykkur marengsinn er. Ef marengsinn er bakaður deginum áður er gott að skilja hann eftir inni í ofni og leyfa honum að þorna þar.